Quantcast
Channel: Living Art Museum
Viewing all 83 articles
Browse latest View live

Eygló Harðardóttir er myndlistarmaður ársins 2019!

$
0
0

Eygló Harðardóttir var valin myndlistarmaður ársins fyrir sýningu sína í Nýlistasafninu, Annað Rými, á Íslensku Myndlistarverðlaununum sem haldin voru við hátíðlega athöfn í gær, fimmtudaginn 21. febrúar. Leifur Ýmir Eyjólfsson hlaut hvatningarverðlaun ársins fyrir sýninguna Handrit í Listasafni Reykjavíkur.

Nýlistasafnið óskar báðum listamönnum innilega til hamingju og þakkar um leið Eygló kærlega fyrir samstarfið á liðnu ári! Við erum afskaplega stolt af sýningunni Annað Rými en á Listasafni Reykjavíkur má um þessar mundir líta augum verkið Gler Skúlptúr sem sett hefur verið upp í Hafnarhúsinu af tilefni verðlaunanna. Verkið eignaðist stað í safneign Listasafns Reykjavíkur meðan á sýningunni stóð í Nýló.

Í umsögn dómnefndar segir að sýningin Annað rými hafi borið titil sinn með réttu. „Með verkum sem í senn voru fínleg og stórkarlaleg, unnin í viðkvæman efnivið, opnaði listakonan fyrir gáttir sem áhorfandinn gat smeygt sér inn fyrir og aukið skynjun sína og næmi á kostnað hinnar vanabundnu rökhyggju.“ Segir meðal annars. Dómefnd skipaði Aðalsteinn Ingólfsson, Jóhann Ludwig Torfason, Sigurður Guðjónsson, Margrét Kristín Sigurðardóttir og Hanna Styrmisdóttir.

Mynd með frétt: Vigfús Birgisson


Lokahelgi sýninga og listamannaspjall með Bjarka Bragasyni

$
0
0

Síðasta sýningahelgin

Listamannaspjall með Bjarka Bragasyni

03.03.19 kl. 15:00

Verið hjartanlega velkomin á listamannaspjall með Bjarka Bragasyni undir leiðsögn Sunnu Ástþórsdóttur sunnudaginn 3. mars kl. 15:00. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Spjallið fer fram á lokadegi sýningar hans ÞRJÚÞÚSUND OG NÍU ÁR en þessa sömu helgi lýkur einnig sýningu Kolbeins Huga, Cryptopia One: A Beginning Is A Very Delicate Time. Safnið er opið laugardag og sunnudag frá 12-18.

Einkasýningar Kolbeins Huga og Bjarka Bragasonar eru báðar staðsettar í sýningarsal Nýlistasafnsins í Marshallhúsinu og bergmála sín á milli. Báðar rannsaka þær samband okkar við umhverfið, fólk og hluti í fortíð, nútíð og framtíð en listamennirnir nálgast viðfangsefnið út frá ólíkum sjónarhornum og aðferðum.

Með sýningunni ÞRJÚÞÚSUND OG NÍU ÁR glímir Bjarki Bragason við áhrif nærumhverfisins á hann sjálfan, og aðra, á nánast umhverfisfræðilegan hátt meðan Kolbeinn Hugi nýtir sér framúrstefnu og vísindaskáldskap til að fletta dulunni af mögulegri framtíð með Cryptopia One: A Beginning Is A Very Delicate Time.

Þannig hvíslast verk beggja listamanna á um mismunandi tíma og leiðir til að tengja við og reyna að skilja þann heim sem umlykur okkur.

Í gegnum tíðina hafa leiðir þeirra Kolbeins Huga og Bjarka Bragasonar títt legið saman en þetta er í fyrsta sinn sem þeir opna samhliða sýningar í sama rýminu.

(Mynd: Vigfús Birgisson)

LOKAÐ MILLI SÝNINGA

$
0
0

Lokað er á milli sýninga hjá Nýlistasafninu, safnið opnar aftur með einkasýningu Örnu Óttarsdóttur þann 14. Mars.

Útskriftarsýning MA nema í Nýló

$
0
0

Útskriftarnemar MA deildar LHÍ undirbúa sýningu í Nýlistasafninu.
Sýningastjóri er Becky Forsythe.

Nánari upplýsingar eru væntanlegar von bráðar.

Lokað um páskana – opið á Laugardag 20. Apríl.

$
0
0

OPNUNARTÍMAR UM PÁSKA

>Lokað á Skírdag
>Lokað á Föstudaginn Langa
>Opið á Laugardaginn 20. Apríl
>Lokað á Páskasunnudag
>Lokað annann í páskum

Útgáfuhóf – Isle of Art

$
0
0

📚 ☕ Join us for a get-together at Nýlistasafnið (The Living Art Museum) in the beautiful Marshall House to celebrate the release of Isle of art! 📚 ☕
28th of may 2019

There’ll be coffee, Belgian chocolate and of course the chance to get your hands on a freshly printed copy.
A wall installation will feature poignant quotes from the book about the state of Iceland’s art scene today, inviting everyone to hang out and join the discussion.

Home

Eternal thanks to our amazing sponsors Icelandair & Reykjavík Roasters 💙

About the book
Writer: Sarah Schug
Photographer: Pauline Mikó with additional contributions by Lilja Birgisdóttir and Ágúst Atlason
Graphic Design: Raya Boteva
Proofreading: Rose Kelleher

Is there a common denominator in Icelandic art? How has the scene changed over the last decades? What does it mean to live, work and create as an artist on a remote island in the north Atlantic? How does such a tiny scene function? What are the highs and lows of living in a small art community? Why would a Paris-based artist decide to run an art space in a remote fishing village here? Why exactly is the scene so vibrant? And how does one deal with the lack of an art market? These are the kinds of questions we asked the artists, curators, gallerists, framers and collectors that we interviewed for this book in February, March, April and August of 2017. We spoke to newbies and oldtimers, Icelanders and foreigners, and created this compendium of our in-depth conversations, a rich canon of different voices from inside the Icelandic art community. A selection of outdoor art pieces, museums and other arty discoveries around the island complete the mosaic. The first of its kind, this book compiles the people, places, and projects defining the scene, which extends far beyond the country’s capital Reykjavík.

Lokað milli sýninga

$
0
0

Nýlistasafnið er lokað á milli sýninga, við opnum aftur 13. júní með nýja sýningu.

… og hvað svo? listamannaspjall með Rebeccu Erin Moran

$
0
0

Miðvikudaginn 26. júní spjallar Rebecca Erin Moran um sýninguna … og hvað svo? og verk hennar þar. Spjallið fer fram í Nýlistasafninu í Marshalllhúsinu og verður sýningin opin á meðan á spjallinu stendur. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir!

Spjallið verður á ensku.


… og hvað svo? leiðsögn sýningarstjóra

$
0
0

Nýlistasafnið býður ykkur hjartanlega velkomin á leiðsögn um sýninguna … og hvað svo? Í húsakynnum safnsins í Marshallhúsinu, sunnudaginn 7. Júlí kl. 15.

Sunna Ástþórsdóttir, sýningarstjóri sýningarinnar, leiðir gesti um sýninguna. Leiðsögnin er ókeypis og opin öllum.

Listamenn sem eiga verk á sýningunni eru: Andreas Brunner, Eva Ísleifs, Freyja Eilíf, Fritz Hendrik IV, Huginn Þór Arason, Libia Castro & Ólafur Ólafsson, Rebecca Erin Moran, Rúna Þorkelsdóttir, Steinunn Gunnlaugsdóttir, Þorvaldur Þorsteinsson, Þórður Ben Sveinsson

Hvert fyrir sig og í samtali sín á milli, ávarpa verk þeirra hið yfirvofandi og rannsaka listina sem áhrifavald. Hvað segir hún okkur um framtíðina? Getur listin breytt því sem á eftir að gerast? Jafnvel mörgum árum eftir að verkið var skapað? Hjálpar listin okkur að kljást við raunveruleikann eða hverfa á vit annarra heima? Hvert þá? Hvernig getur list verið pólitísk? Með því að taka afstöðu? Eða hjálpa okkur að flýja hversdaginn? Sýna okkur eitthvað sem jafnvel getur aldrei orðið?

Sýningin stendur yfir til 4. ágúst 2019.

… og hvað svo? leiðsögn á ensku

$
0
0

Velkomin á leiðsögn á ensku um sýninguna … og hvað svo? fimmtudaginn 18. júlí kl. 16:00.

… og hvað svo? listamannaspjall með Libiu Castro og Ólafi Ólafssyni

$
0
0

Verið öll hjartanlega velkomin á listamannaspjall með Libiu Castro og Ólafi Ólafssyni í Nýlistasafninu fimmtudaginn 1. ágúst kl. 20:00. Tvíeykið mun meðal annars ræða verk sín á samsýningunni … og hvað svo? sem stendur nú yfir í safninu. Heitt á könnunni og ókeypis aðgangur!

Spjallað verður á ensku.

Á sýningunni … og hvað svo? mætast verk 12 listamanna sem hvert fyrir sig og í samtali sín á milli ávarpa hið yfirvofandi og rannsaka listina sem áhrifavald. Listamenn sem eiga verk á sýningunni eru:

Andreas Brunner, Eva Ísleifs, Freyja Eilíf, Fritz Hendrik IV, Huginn Þór Arason, Libia Castro & Ólafur Ólafsson, Rebecca Erin Moran, Rúna Þorkelsdóttir, Steinunn Gunnlaugsdóttir, Þorvaldur Þorsteinsson, Þórður Ben Sveinsson

Opnun …Og hvað svo?

$
0
0

Verið velkomin á sýningaropnun … og hvað svo? fimmtudaginn 13. júní 2019 kl. 18:00.

Og hvað svo? Þessi orð fela í sér samtíning andstæðra tilfinninga. Undrun, uppgjöf, ótta og vanmátt. Tilhlökkun, gleði, spennu og von. Forvitni og afskiptaleysi. Þessir ólíku þræðir mætast allir í óvissunni.

Óvissunni um það sem hefði getað orðið, varð eða varð ekki og það sem koma skal.

Óvissu sem rífur okkur upp úr núinu og inn í annan tíma, á nýja áfangastaði og inn í aðrar mögulegar atburðarásir. Og hvað svo?

Listamenn sem eiga verk á sýningunni eru:

Andreas Brunner, Eva Ísleifs, Freyja Eilíf, Fritz Hendrik IV, Huginn Þór Arason, Libia Castro & Ólafur Ólafsson, Rebecca Erin Moran, Rúna Þorkelsdóttir, Steinunn Gunnlaugsdóttir, Þorvaldur Þorsteinsson, Þórður Ben Sveinsson

Sýningarstjóri: Sunna Ástþórsdóttir

Sýningin er styrkt af Myndlistarsjóð og Safnaráði

Til Fulltrúa Nýlistasafnsins: Opið fyrir umsóknir um sýningu í október/nóvember 2020

$
0
0

Til fulltrúa Nýlistasafnsins:

Nýlistasafnið kallar eftir tillögum um sýningu í október/nóvember 2020

Bæði einka- og samsýningar koma til greina.

Með umsókninni skal fylgja ferilskrá ásamt stuttri lýsingu á inntaki og efnistökum sem viðkomandi hyggst vinna út frá á fyrirhugaðri sýningu (hámark 250 orð). Tillagan skal einnig innihalda upplýsingar um tæknileg atriði og uppsetningu. Að auki skulu fylgja með fimm myndir af fyrri verkum. Fyrir tímatengd verk, myndbands eða hljóðverk skal setja inn hlekk sem leiðir beint á Vimeo, Youtube eða álíka veitur. Vinsamlegast sendið ekki myndbönd eða hljóðverk beint í tölvupósti; aðeins hlekki.

Senda skal umsóknir og allt efni sem þeim viðkemur, utan tímatengdra verka, í einu samhangandi PDF skjali. Skjölin mega ekki vera stærri en 10 MB.

Umsóknir sem ekki fara eftir umbeðnum kröfum og leiðbeiningum eða í vantar einhver gögn verða ekki teknar til greina.

Stjórn Nýló velur úr umsóknum.

Umsóknir berist fyrir miðnætti, 1. september 2019 á netfangið nylo@nylo.is merktar „umsókn_2020“. Ekki verður tekið við útprentuðum umsóknum.

Fyrirspurnir berist á sama netfang.

Einungis umsóknir fulltrúa Nýlistasafnsins, sem greitt hafa árgjaldið 2019, verða teknar til greina. Hægt er að fá upplýsingar um aðild að Nýlistasafninu með því að senda tölvupóst á nylo@nylo.is.

Praktískar upplýsingar:

Umsóknarfresti lýkur: 01.09.19, kl 23:59

Svar við umsókn berst ekki seinna en 20.09.19

Sýningartímabil: Seinni partur október til lok nóvembers 2020

Mynd: Karl Ómarsson

Sequences IX – Listamenn tilkynntir

$
0
0

Nýlistasafnið kynnir með stolti:

Í Alvöru – Sequences IX

11. – 19. október 2019

Sequences real time art festival verður haldin í níunda sinn dagana 11. – 20. október í Reykjavík.

34 listamenn taka þátt í hátíðinni að þessu sinni og spannar framlag þeirra vítt svið; tónlist, texta, kvikmyndir, innsetningar, teikningar og skúlptúra svo eitthvað sé nefnt.

Heiðurslistamaður hátíðarinnar er Kristinn Guðbrandur Harðarson, en hann hefur verið virkur í íslensku myndlistarlífi um áratuga skeið. Í verkum Kristins á sér stað persónuleg og ljóðræn úrvinnsla á hans nánasta umhverfi þar sem hann notast við fjölbreyttar miðlunarleiðir, texta, útsaum, skúlptúra, veggmálverk, teiknimyndir og gjörninga svo fátt eitt sé nefnt. Kristinn mun halda einkasýningu í Ásmundarsal, gefa út bókverk sem verður í leiðinni sjálfstætt sýningarými og sýnishorn eldri verk hans munu einnig vera til sýnis í Marshallhúsinu.

Listamenn, sem taka þátt í Sequences IX og ber yfirskriftina Í alvöru, og sýningarstaðir verka þeirra eru eftirfarandi:

Ásmundarsalur + Bókaútgáfa

Kristinn Guðbrandur Harðarson

Kling & Bang, sýning a)

Mark Lewis, James Castle, Emma Heiðarsdóttir, Jason de Haan, Karin Sander, Ceal Floyer, Kristján Guðmundsson, Sæmundur Þór Helgason, Kristinn Guðbrandur Harðarson, Roger Ackling og Hildur Bjarnadóttir

Nýlistasafnið, sýning b)

Guðný Guðmundsdóttir, Kristinn Guðbrandur Harðarson, Arna Ýr Jónsdóttir, Karlotta Blöndal, Amanda Riffo, Margrét Helga Sesseljudóttir, Miruna Dragan, Davið Örn Halldórsson og Anna Þorvaldsdóttir

Opnunarverk í Marshallhúsinu

Þóranna Björnsdóttir

La Primavera í Marshallhúsinu

Kristinn Guðbrandur Harðarson

Bíó Paradís

Douglas Gordon, Þorbjörg Jónsdóttir, Amanda Riffo og Agnes Martin

Harbinger

Ólöf Helga Helgadóttir

Open

Pétur Már Gunnarsson

Listasafn Reykjavíkur Hafnarhús

“Græna herbergið”

Ívar Glói Gunnarson

Fríkirkjan

Philip Jeck

Textar

Margrét Bjarnadóttir, Guðbjörg R. Jóhannesdóttir, Kristján Leósson og Margrét Blöndal

Umbrot og Hönnun

Hrefna Sigurðardóttir

Sýningastjórar

Hildigunnur Birgisdóttir og Ingólfur Arnarsson

Heiðurslistamaður Sequences IX

$
0
0

Sequences IX

kynnir með stolti heiðurslistamann hátíðarinnar 2019

Kristinn Guðbrand Harðarson

Kristinn Guðbrandur Harðarson hefur verið virkur í íslensku myndlistarlífi um áratuga skeið. Í verkum Kristins á sér stað persónuleg og ljóðræn úrvinnsla á hans nánasta umhverfi þar sem hann notast við fjölbreyttar miðlunarleiðir, texta, útsaum, skúlptúra, veggmálverk, teiknimyndir og gjörninga svo fátt eitt sé nefnt. Kristinn mun halda einkasýningu í Ásmundarsal, gefa út bókverk sem verður í leiðinni sjálfstætt sýningarými og sýnishorn eldri verk hans munu einnig vera til sýnis í Marshallhúsinu.

Mynd:
Teikning, Kristinn G. Harðarson, 1986. Krít, Kol, 14,7 x 21 cm.


DAUÐABANI vaktu yfir okkur – bók eftir heiðurslistamann Sequences

$
0
0

Út er komin bókin Dauðabanivaktu yfir okkur eftir Kristin Guðbrand Harðarson. Nýlistasafnið gefur bókina út í tengslum við listahátíðina Sequences, en Kristinn er heiðurslistamaður hátíðarinnar 2019.

Bókin er unnin upp úr grófu rissi sem höfundur hefur í allmörg ár krotað og skrifað óritskoðað í amstri dagsins, brot af öllum litlu mynda- og textabútunum sem eru á stöðugu flugi í umhverfi okkar, ytra og innra. Þetta eru orð og setningabrot sem óma í huganum og myndir dansa þar, sumar bein speglun að utan en aðrar koma úr minningarbanka og vinnsluferli hugans.

Bókin er til sölu í safnbúð Nýlistasafnsins, Books in the Back (Harbinger gallery) og helstu bókaverslunum Reykjavíkur.

Valið úr innsendum tillögum – haustsýning Nýló 2020

$
0
0

Til hamingju Ragnheiður, Sigrún og Sindri!

Nýlistasafnið þakkar öllum þeim sem sendu inn tillögu að sýningu þegar opið var fyrir umsóknir í haust.
Alls bárust 27 tillögur, hver og ein sterk og spennandi og var erfitt að velja úr.

Að lokum var ákveðið að velja þrjár einstaklingsumsóknir og bjóða þeim aðilum að þróa hugmyndir sínar svo úr yrði ein samsýning.
Þeir listamenn eru: Ragnheiður Gestsdóttir, Sigrún Inga Hrólfsdóttir og Sindri Leifsson.

Stjórn & starfsfólk Nýlistasafnsins óskar Ragnheiði, Sindra og Sigrúnu innilega til hamingju
og hlakkar til að vinna með þeim að sýningunni sem opnar haustið 2020.

Ljósabasar Nýló

$
0
0

Fjáröflun fyrir Nýlistasafnið
Listaverkabasar og viðburðir fyrir alla fjölskylduna
1.–22. desember 2019 í Marshallhúsinu

Í desember taka fulltrúar Nýlistasafnsins höndum saman og efna til veglegs listaverkabasars í Nýlistasafninu þar sem listaverk yfir 60 listamanna verða til sölu. Verkin eru jafn fjölbreytileg og þau eru mörg en eiga það öll sameiginlegt að tengjast ljósi á skapandi hátt: Verk um ljós, verk sem lýsa, ljósainnsetningar, neonljós, kertaljós, ljósmyndir, huglæg ljós og áfram má endalaust telja.

Markmiðið er að lýsa upp skammdegið. Ljósabasar Nýló er einstakt tækifæri til að gefa list í jólagjöf og fjárfesta í samtímalist á hagstæðu verði.

Basarinn fer fram í húsakynnum Nýlistasafnsins í Marshallhúsinu dagana 1.–22 desember. Fjölbreyttir viðburðir fyrir fólk á öllum aldri verða haldnir á meðan á basarnum stendur. Tilkynnt verður um viðburðadagskrá og þá listamenn sem taka þátt í basarnum á næstu dögum – Fylgist með hér á viðburðasíðunni, heimasíðu Nýlistasafnsins og á samfélagsmiðlum.

Við hlökkum til að sjá ykkur.

Áfram Nýló, tilraunagleðin og listin!

Arna Óttarsdóttir er næsti „Vinir Nýló“ listamaður Nýló

$
0
0

Nýlistasafnið kynnir með mikilli ánægju Örnu Óttarsdóttur sem næsta „Vinir Nýló“ listamann safnsins, 2019/2020.

Ár hvert fær Nýlistasafnið framúrskarandi listamann til að skapa verk í 40 eintökum, sem vinir Nýló fá í þakklætisskyni frá safninu.
Hér má lesa nánar um Vini Nýló.

Arna Óttarsdóttir (f. 1986) útskrifaðist árið 2009 frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands. Hún hefur undanfarin ár helgað sig vefnaði og myndmálið sækir hún í hversdagsleikann, skissubækur sínar, og helgast valið ekki af fágaðri útfærslu frummyndarinnar, heldur frekar mögleika þess til frekari tilrauna og úrvinnslu.

Þann 5. desember 2019, 18:00- 20:00, mun Arna leggja lokahönd á verkin í Nýlistasafninu, allir velkomnir á viðburðinn.

Lokum í dag, þriðjudag 10. desember kl. 14 vegna veðurs

$
0
0

Vegna veðurs lokar Nýlistasafnið kl. 14 í dag, þriðjudaginn 10. desember kl. 14.

Viewing all 83 articles
Browse latest View live